Finndu rétta aðilann í verkið

Við færum þér fagmennsku heim í stofu!

Um okkur

Kozmoz er markaðstorg, sem tengir saman löggilta fagmenn á öllum sviðum við húseigendur og húsfélög. Við ætlum okkur að bæta aðgengi almennings að faglærðu fólki, á öruggari, fljótlegri og einfaldari hátt en áður hefur þekkst.

Á sama tíma, einföldum við fagmönnum utanumhald verkefna, tímaskráningar og rafræna útgáfu reikninga um leið og verki er lokið.

Við höfum opnað Kozmoz fyrir fagmenn. Húseigendur getað skráð sig í Kozmoz í upphafi árs 2025.

fagmenn

Sjálfvirk innskráning

Við einföldum innskráningu fagmanna með uppflettingum í opinber gögn. Eftir að hafa auðkennt þig með rafrænum skilríkjum birtist þér möguleiki á að skrá þig í Kozmoz sem fagmaður eftir tveimur leiðum.

  • Sem einstaklingur með meistarapróf í þinni grein
  • Sem tengdur aðili fyrirtækis (t.d. sem skráður framkvæmdastjóri)

Eftir innskráningu, getur þú strax hafist handa við að skoða auglýst verkefni á þínu svæði.

fagmenn

Verkbókhald í vasanum

Þú hefur yfirlit í rauntíma yfir þín verkefni, getur skráð kostnað og hengt viðhengi við öll verkefni. Teikningar eru sóttar sjálfkrafa í teikningagrunn sveitarfélaga og rafrænir reikningar eru sendir frá þínu bókhaldskerfi á verkkaupa með einu haki.

fagmenn

Sjálfvirk tímaskráning og skilaboð

Tímaskráningar er hægt að færa inn með tvennum hætti:

  • Tímar eru sjálfkrafa skráðir á verkefni þegar síminn þinn er í nánd við heimilisfang verkefnis með notkun GPS
  • Tímar eru handskráðir með því að opna lista verkefna og strjúka til hægri eða vinstri

Allar skráningar er hins vegar hægt að lagfæra eftir á.

Einnig er boðið upp á að viðhalda góðum samskiptum við verkkaupa í gegnum skilaboðakerfi Kozmoz.

Brons

Frítt
Alveg satt. Alveg frítt.
  • Rafræn auðkenning
  • Handvirk tímaskráning
  • Teikningar af byggingum *
  • Viðhengi með verkefnum
    Ljósmynd af verkstað
  • 1 starfsmaður

Gull

19.500 / mán.
+ 1.250 pr. starfsmann umfram 10
  • Allt úr silfur-áskrift
  • Tenging við bókhaldskerfi **
  • Myndrænar skýrslur **
  • Innlestur gagna úr eldra kerfi
    Allt að 10 starfsmenn
    Frítt til 1. janúar 2025
* Háð samþykki sveitarfélaga
** Væntanlegt
Öll verð eru án vsk.
húseigendur - væntanlegt 2025

Rafræn skilríki auðvelda ferlið

Allir notendur eru auðkenndir á öruggan hátt með rafrænum skilríkjum. Það auðveldar þér innskráningarferlið og á fáeinum sekúndum getur þú byrjað að leita að rétta fagmanninum í verkið þitt.

húseigendur - væntanlegt 2025

Að stofna nýtt verkefni er leikur einn

Hvort sem þig vantar smið til að klára pallinn, málara til að mála þakið eða rafvirkja til að tengja hleðslustöð þá er Kozmoz staðurinn. Í örfáum skrefum skráir þú helstu upplýsingar um verkefnið sem verður um leið sýnilegt öllum fagmönnum á þínu svæði.

húseigendur - væntanlegt 2025

Staða verkefna í rauntíma

Þegar verkefnið þitt er farið af stað, fylgist þú með framvindu og kostnaði í rauntíma. Tímaskráningar og annar kostnaður birtist þér eftir því sem líður á verkefnið.